Erlent

Tíð slys á rússneskum herskipum

Óli Tynes skrifar
Beitiskipið Pétur mikli.
Beitiskipið Pétur mikli.

Tveir rússneskir sjóliðar fórust í eldsvoða um borð í rússneskum tundurspilli á Kyrrahafi í vikunni. Skipið skreiddist í höfn í Vladivostok í dag en þar eru höfuðstöðvar Kyrrahafsflotans.

Talsvert hefur verið um slys um borð í rússneskum herskipum eftir að Kremlverjar ýttu flota sínum úr höfn á nýjan leik eftir margra ára vanrækslu.

Rússar hafa skýrt frá því að þeir ætli að senda flotadeild til Venesúela til heræfinga með heimamönnum. Forystuskipið verður kjarnorkuknúna beitiskipið Pétur mikli.

Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði glottandi að Pétur mikli yrði nú ekki forystuskip nema hann kæmist alla leið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×