Ítalska flugfélagið Alitalia verður að líkindum sett í gjaldþrot á næstu dögum, eftir að ítalska samsteypan CAI hætti við að kaupa það.
Félagið hefur lengi verið til sölu eftir króniskan taprekstur undanfarin ár. Ríkissjóður hefur haldið því gangandi meðan á söluferlinu stóð.
Ýmis tilboð hafa borist á undanförnum misserum en öll runnið út í sandinn.
Ástæðan fyrir því að CAI hætti við kaupin er sú að verkalýðsfélög harðneituðu að sætta sig við þann niðurskurð á mannafla sem fólust í björgunaraðgerðinni.
Reuters fréttastofan segir að ekki verði séð að skiptaráðandinn sem var settur yfir Alitali eigi annan kost en lýsa það gjaldþrota.