Viðskipti innlent

Vel hægt að bjarga Glitni án aðstoðar ríkisvaldsins

Stjórnarformaður Glitnis er hundfull út í ríkisvaldið og segir að vel hefði verið hægt að fara aðra leið til að bjarga bankanum.

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, segir kaup ríkisins ekki endilega endanlega niðurstöðu. Það sé á valdi hluthafanna að ákveða hvað verði gert á hluthafafundi. Ef betra boð í hlutabréf bankans komi þá verði farið yfir það.

Aðspurður hvort hann teldi ríkisvaldið hafa stungið Glitnismenn í bakið sagðist Þorsteinn ekki sáttur. Það hefði verið hægt að fá betri möguleika hefðu menn haft aðeins lengri tíma. Þá sagði hann það hafa skipt máli ef Seðlabanki Íslands hefði náð gjaldeyrisskiptasamningi við Seðlabanka Bandaríkjanna. Það hefði auðveldað fjármögnun bankans.

Þorsteinn Már segist telja að þjóðnýting Glitnis hafi neikvæð áhrif á viðskiptalífið í heild sinni. Sagðist hann fremur telja að ríkið hefði fremur átt að kaupa 50 prósenta hlut en 75 prósent.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×