Enski boltinn

Aron Einar lék allan leikinn með Coventry

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kevin Phillips fagnar sigurmarki sínu í dag.
Kevin Phillips fagnar sigurmarki sínu í dag. Nordic Photos / Getty Images
Aron Einar Gunnarsson fór beint í byrjunarliðið hjá Coventry í sínum fyrsta leik með félaginu. Liðið vann 2-0 sigur á Norwich á fyrsta keppnisdegi ensku B-deildarinnar.

Annað Íslendingalið, Burnley, tapaði hins vegar stórt fyrir Sheffield Wednesday á útivelli. Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á sem varamaður á 59. mínútu.

Á morgun mætir svo Reading í heimsókn til Nottingham Forest.

Ófarir Derby halda áfram en liðið tapaði í dag fyrir Doncaster á heimavelli, 1-0. Þetta þýðir að Paul Jewell, sem tók við liðinu í úrvalsdeildinni seint á síðasta ári, á enn eftir að vinna sinn fyrsta deildarsigur með liðinu.

Birmingham vann svo sterkan sigur á Sheffield United á heimavelli en Kevin Phillips skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma í sínum fyrsta leik með félaginu.

Önnur úrslit í dag:

Blackpool - Bristol City 0-1

Cardiff - Southampton 2-1

Charlton - Swansea 2-0

Crystal Palace - Watford 0-0

Ipswich - Preston North End 1-2

Plymouth - Wolves 2-2

QPR - Barnsley 2-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×