Pálmi Rafn Pálmason var hetja Stabæk í dag þegar liðið vann Brann 2-1 og fór langt með að tryggja sér meistaratitilinn í Noregi.
Pálmi skoraði sigurmark liðs síns í blálokin eftir að hafa komið inn sem varamaður. Veigar Páll Gunnarsson var að venju í byrjunarliði Stabæk.
Ólafur Bjarnason var í byrjunarliði Brann líkt og Kristján Sigurðsson , en hann fékk reyndar að líta rauða spjaldið eftir aðeins 20 mínútna leik.
Stabæk hefur nú sex stiga forystu á Fredrikstad sem vann Viking 1-0 og er í öðru sæti, en Stabæk hefur miklu betri markatölu.
Theódór Elmar Bjarnason skoraði fyrir Lyn sem tapaði 3-2 fyrir HamKam. Indriði Sigurðsson var á sínum stað í byrjunarliði Lyn.