Lífið

Robert Downey Jr. þakkar Burger King lífsbjörgina

Iron Man stjarnan Robert Downey Jr. hefur opinberlega þakkað skyndibitakeðjunni Burger King fyrir að aðstoða sig við að koma lífi sínu á réttan kjöl. Árið 2003 var leikarinn djúpt sokkinn í eiturlyfja- og áfengisneyslu. Eitt kvöldið var hann á bíltúr í Kaliforníu, með hrúgur af eiturlyfjum í bílnum, þegar hann ákvað að stoppa á Burger King og seðja sárasta hungrið. Máltíðin fékk hann til að endurmeta líf sitt.

„Ég verð að þakka Burger King. Þetta var svo viðbjóðslegur borgari sem ég pantaði. Ég borðaði hann og drakk gosið sem fylgdi og hugsaði að nú hlyti eitthvað hræðilegt að gerast." sagði Downey í viðtali við breska tímaritið Empire. Í kjölfar borgarans hræðilega ákvað Downey því að keyra niður að strönd, henda öllum eiturlyfjunum í hafið og lofa sjálfum sér að fara almennilega með sig í framhaldinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.