Enski boltinn

Ronaldo púlar í sex tíma á dag

NordcPhotos/GettyImages

Enskir fjölmiðlar hafa gert sér nokkurn mat úr því undanfarið að Cristiano Ronaldo hafi gert meira af því að liggja í sólbaði og skoða stelpur þar sem hann var í fríi og endurhæfingu í Los Angeles í Bandaríkjunum.

Læknir leikmannsins segir hann þó hvergi slá slöku við og segir að Portúgalinn sé að gera allt sem í hans valdi stendur til að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn.

"Cristiano æfir í fimm til sex tíma á degi hverjum og við höfum ekki tekið marga frídaga. Ferðin til Los Angeles var frábær og það var gott fyrir hann að komast í burtu til að geta verið í meira næði. Hann verður kominn aftur á fullt í endaðan september eða byrjun október."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×