Tilfinningaþrungin stund fyrir Grant og Lampard 30. apríl 2008 22:22 Grant kraup á kné til að minnast afa síns á helfarardaginn NordcPhotos/GettyImages Avram Grant, stjóri Chelsea, lét tilfinningum sínum lausan tauminn í kvöld þegar hann náði að gera nokkuð sem Jose Mourinho tókst aldrei - að koma Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sjónvarpsmenn Sky spurðu Grant strax eftir leik hvort þetta þýddi að Chelsea væri komið með annan "Special One" (sá einstaki) í stjórastólinn og vísuðu í nafnið sem Jose Mourinho gaf sjálfum sér þegar hann tók við liðinu. "Það er bara einn Special One," sagði Grant í léttum dúr. "Ég er mjög, mjög ánægður að sjálfssögðu. Það er alltaf frábært þegar maður getur skrifað nýja kafla í söguna, sérstaklega hér á Englandi - og hjá Chelsea. Þetta hefur verið frábært í ár. Ég hafði betur gegn frábæru liði Rafa og þú verður að vera mjög klókur á móti honum ef þú ætlar að vinna. Okkur tókst það og því er ég ánægður," sagði Grant, en hann er gyðingur og því var dagurinn í dag honum sérstakur. Í dag er árlegur dagur helfararinnar, dagur þar sem gyðingar minnast þeirra sem féllu í helförinni í stríðinu. Grant féll á hnén eftir leikinn í geðshræringu. "Ég var að sjá þetta í sjónvarpinu aftur og verð að segja að þetta var dálítið hallærislegt," sagði Grant í léttum dúr, en bætti við; "Í dag er helfarardagurinn og ég átti afa sem féll í helförinni og var því að minnast hans. Þetta var tilfinningaþrungið augnablik fyrir mig," sagði Grant. Hann var ekki sá eini sem átti tilfinningaþrunginn dag, því Frank Lampard skoraði til minningar um móður sína sem lést á dögunum. "Frank var einn af okkar bestu mönnum í dag og gaf allt sem hann átti. Það sýnir hve mikla virðingu hann ber fyrir liðinu að hann skuli hafa átt slíka frammistöðu og ég er eiginlega orðlaus," sagði Grant. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
Avram Grant, stjóri Chelsea, lét tilfinningum sínum lausan tauminn í kvöld þegar hann náði að gera nokkuð sem Jose Mourinho tókst aldrei - að koma Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sjónvarpsmenn Sky spurðu Grant strax eftir leik hvort þetta þýddi að Chelsea væri komið með annan "Special One" (sá einstaki) í stjórastólinn og vísuðu í nafnið sem Jose Mourinho gaf sjálfum sér þegar hann tók við liðinu. "Það er bara einn Special One," sagði Grant í léttum dúr. "Ég er mjög, mjög ánægður að sjálfssögðu. Það er alltaf frábært þegar maður getur skrifað nýja kafla í söguna, sérstaklega hér á Englandi - og hjá Chelsea. Þetta hefur verið frábært í ár. Ég hafði betur gegn frábæru liði Rafa og þú verður að vera mjög klókur á móti honum ef þú ætlar að vinna. Okkur tókst það og því er ég ánægður," sagði Grant, en hann er gyðingur og því var dagurinn í dag honum sérstakur. Í dag er árlegur dagur helfararinnar, dagur þar sem gyðingar minnast þeirra sem féllu í helförinni í stríðinu. Grant féll á hnén eftir leikinn í geðshræringu. "Ég var að sjá þetta í sjónvarpinu aftur og verð að segja að þetta var dálítið hallærislegt," sagði Grant í léttum dúr, en bætti við; "Í dag er helfarardagurinn og ég átti afa sem féll í helförinni og var því að minnast hans. Þetta var tilfinningaþrungið augnablik fyrir mig," sagði Grant. Hann var ekki sá eini sem átti tilfinningaþrunginn dag, því Frank Lampard skoraði til minningar um móður sína sem lést á dögunum. "Frank var einn af okkar bestu mönnum í dag og gaf allt sem hann átti. Það sýnir hve mikla virðingu hann ber fyrir liðinu að hann skuli hafa átt slíka frammistöðu og ég er eiginlega orðlaus," sagði Grant.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira