Fótbolti

Grétar Rafn: Verðum að gera þetta saman

Ómar Þorgeirsson skrifar
Mynd/E.Ól
Grétar Rafn Steinsson segir að góð úrslit hafi fyrst og fremst náðst vegna þess að liðið hafi mætt tilbúið til leiks og gert það sem fyrir það var lagt.

„Landsliðsþjálfararnir voru búnir að vinna undirbúningsvinnuna vel og við mættum einfaldlega tilbúnir til leiks. Við gerðum hlutina einfalt og gerðum það sem fyrir okkur var lagt og uppskárum samkvæmt því. Við vorum að halda boltanum vel innan liðsins og við vorum allir vel stemdir. Nú þurfum við að ná okkur niður á jörðina og einbeita okkur að næsta verkefni," segir Grétar Rafn.

Grétar Rafn telur stuðning áhorfenda geta skipt sköpum fyrir íslenska liðið í undankeppninni.

„Við vonum svo sannarlega að stuðningsmenn landsliðsins muni fjölmenna á völlinn gegn Skotum. Við verðum að gera þetta saman og ég hvet því stuðningsmannafélagið tólfuna sem og alla aðra til þess að mæta og sýna liðinu stuðning," segir Grétar Rafn. - óþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×