Fótbolti

De Rossi segir Roma í nær ómögulegri stöðu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daniele De Rossi ræðir við fjölmiðlamenn í gær.
Daniele De Rossi ræðir við fjölmiðlamenn í gær. Nordic Photos / AFP

Daniele De Rossi, leikmaður AS Roma, segir að sínir menn séu í nær ómögulegri stöðu eftir að liðið tapaði, 2-0, fyrir Manchester United á heimavelli í fyrri viðureign liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

„Manchester United hefur sannað hversu gott lið þeir eru með," sagði De Rossi. „Okkur er ljóst að verkefnið er okkur nú nærri ómögulegt. En við höfum þó sýnt áður að við getum komið á óvart. Það er okkar skylda að fara til Manchester með þeirri trú að við getum komist áfram í undanúrslitin."

Roma átti mörg færi í leiknum en leikmenn United nýttu hins vegar sín færi mun betur. Þegar Wayne Ronney skoraði svo síðara mark liðsins sló það Rómverja út af laginu.

„Markið kom á versta mögulega tíma. Við vorum að spila vel og virtumst á góðri leið með að jafna metin. En við gerðum mistök bæði í vörn og sókn og fyrir það fær maður að gjalda gegn liði eins og Manchester United."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×