Ítalir ráðast gegn innflytjendum Óli Tynes skrifar 15. maí 2008 13:00 Silvio Berlusconi lofaði hörku gegn ólöglegum innflytjendum. Ítalska lögreglan tilkynnti í dag að hún hefði handekið hundruð manna sem grunaðir eru um að vera ólöglegir innflytjendur. Fimmtíu og þrír þeirra voru samstundis sendir út landi, en mál hinna verða skoðuð nánar. Hinir handeknu voru frá Austur-Evrópu, Albaníu, Grikklandi, Norður-Afríku og Kína. Þetta er í samræmi við stefnu hins nýja forseta Ítalíu. Eitt af kosningaloforðum Silvios Berlusconis var að taka hart á ólöglegum innflytjendum sem sakaðir eru um aukna glæpatíðni í landinu. Það hefur margoft orðið til þess að óbreyttir borgarar hafa tekið lögin í sínar eigin hendur og ráðist á innflytjendur sem þekkja má vegna litarháttar eða klæðaburðar. Til dæmis hefur margoft verið kveikt í hreysum sígauna í Napólí. Ítalir beina sjónum sínum ekki síst að sígaunum. Þeir koma aðallega frá Rúmeníu og öðrum löndum Austur-Evrópu. Þeir búa víða í hreysum sem þeir hafa hrúgað sér upp til þess að mynda lítil hverfi. Svo mjög er hinni nýju ríkisstjórn í mun að losna við óboðna útlendinga að verið er að hraða nýrri löggjöf í gegnum þingið. Hún felur í sér að vegabréfaskoðun verði tekin upp aftur á landamærum Ítalíu að ríkjum Evrópusambandsins. Þetta þrátt fyrir að Ítalía sé aðili að Schengen samstarfinu. Erlent Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Sjá meira
Ítalska lögreglan tilkynnti í dag að hún hefði handekið hundruð manna sem grunaðir eru um að vera ólöglegir innflytjendur. Fimmtíu og þrír þeirra voru samstundis sendir út landi, en mál hinna verða skoðuð nánar. Hinir handeknu voru frá Austur-Evrópu, Albaníu, Grikklandi, Norður-Afríku og Kína. Þetta er í samræmi við stefnu hins nýja forseta Ítalíu. Eitt af kosningaloforðum Silvios Berlusconis var að taka hart á ólöglegum innflytjendum sem sakaðir eru um aukna glæpatíðni í landinu. Það hefur margoft orðið til þess að óbreyttir borgarar hafa tekið lögin í sínar eigin hendur og ráðist á innflytjendur sem þekkja má vegna litarháttar eða klæðaburðar. Til dæmis hefur margoft verið kveikt í hreysum sígauna í Napólí. Ítalir beina sjónum sínum ekki síst að sígaunum. Þeir koma aðallega frá Rúmeníu og öðrum löndum Austur-Evrópu. Þeir búa víða í hreysum sem þeir hafa hrúgað sér upp til þess að mynda lítil hverfi. Svo mjög er hinni nýju ríkisstjórn í mun að losna við óboðna útlendinga að verið er að hraða nýrri löggjöf í gegnum þingið. Hún felur í sér að vegabréfaskoðun verði tekin upp aftur á landamærum Ítalíu að ríkjum Evrópusambandsins. Þetta þrátt fyrir að Ítalía sé aðili að Schengen samstarfinu.
Erlent Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Sjá meira