Erlent

Geimfar lendir á Mars -myndband

Óli Tynes skrifar

Fyrir níu mánuðum skaut Bandaríska geimferðastofnunin á loft geimfarinu Phoenix. Hlutverk þess er að leita að vatni á Mars.

Hinn 25 þessa mánaðar á það að lenda á plánetunni. Vísindamennirnir eru undir það búnir að naga á sér neglurnar í þær sjö mínútur sem lendingin tekur.

Líkurnar á vel heppnaðri lendingu eru ekkert stórkostlegar. Hingaðtil hafa 55 prósent lendinga á Mars misheppnast.

En ef allt fer á besta veg mun Phoenix vinna að jarðvegsrannsóknum næstu þrjá mánuðina. Það er íslag í jörðu þar sem geimfarið lendir og það mun bora eftir sýnum sem verða greind með sjálfvirkum rannsóknartækjum.

Upplýsingarnar verða svo sendar til jarðar. Til þess að sjá hvernig NASA vill að geimfarið lendi, smellið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×