Menn fluttir inn til landsins aðeins til að fremja afbrot 1. júlí 2008 14:35 MYND/Völundur Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn" hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. Í nýrri skýrslu greiningardeildarinnar um mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi segir að grundvallarbreyting hafi orðið á skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Áður hafi Íslendingar einir haldið uppi skipulagðri glæpastarfsemi með smygli og sölu á fíkniefnum, tóbaki og áfengi. Aukin aðkoma erlendra ríkisborgara að skipulagðri glæpastarfsemi nú þýði breyttan veruleika. Um leið hafi starfsemin tekið til áður óþekktra sviða. Aukin samvinna íslenskra og erlendra glæpahópa Greiningardeildin tekur skýrt fram að því fari víðsfjarri að erlendir ríkisborgarar, búsettir hér á landi eða erlendis, séu ábyrgir fyrir allri þeirri skipulögðu glæpastarfsemi, sem haldið er uppi á Íslandi. Íslenskir glæpahópar séu ekki síður fyrirferðarmiklir á þessu sviði. Þá starfi þessir hópar saman í einhverjum tilvikum. Greiningardeildin telur að sú samvinna muni eflast og verða víðtækari. „Skipulögð glæpastarfsemi er varðar innflutning og sölu fíkniefna, sem og önnur brot sem slíku fylgir, er einn helsti vandi löggæslunnar í nútíð og framtíð. Fíkniefnasmygl getur oftar en ekki af sér annars konar skipulagða glæpastarfsemi. Má þar nefna peningaþvætti, skjalafals, vændi og ógnanir," segir í skýrslu greiningardeilar. Allar upplýsingar bendi til þess að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt á Íslandi og gerist sífellt fjölbreytilegri. Þetta eigi ekki síst við um þá starfsemi austurevrópskra glæpahópa. „Fyrir liggur að austur-evrópskir ríkisborgarar eru „fluttir inn" hingað til lands ýmist til skemmri dvalar eða lengri í þeim tilgangi einum að fremja afbrot. Vísbendingar eru um að þessi starfsemi sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætla," segir greiningardeildin. Skýringin á þessu sögð fjölþjóðlegra samfélag, hnattvæðing og Evrópusamruni. Ný tækifæri hafi skapast á sviði verslunar og viðskipta og það eigi við um ólöglega starfsemi sem löglega. Athafnasvæði glæpahópa renni saman og stækki með sama hætti og landamæri og höft takmarki ekki sem áður lögleg umsvif fyrirtækja og einstaklinga. Greiningardeildin segir að þessar breytingar kalli á ný verkefni fyrir lögreglu og vandasamari. Reynsla lögreglu sé til að mynda að erfitt geti reynst að fá upplýsingar úr samfélagi útlendinga og tefji það oft rannsókn mála. Full ástæða til að óttast vopnaburð hjá glæpahópum Þá segir í skýrslunni að innan hinna austur-evrópsk glæpahópa sem hingað hafa komið og látið til sín taka á íslenskum fíkniefnamarkaði sé að finna harðsvíraða glæpamenn. „Aukin harka setur mark sitt á skipulagða glæpastarfsemi hér á landi, líkt og árás erlendra ofbeldismanna á lögreglumenn í miðborg Reykjavíkur í janúarmánuði 2008 er til vitnis um. Full ástæða er til að óttast að enn aukin harka, þar með talinn vopnaburður, verði viðtekin í íslenskum undirheimum," segir í skýrslunni.Þar segir enn fremur að hætta sé einnig á aukinni hörku milli glæpahópa og hafa beri í huga að möguleikar lögreglu til að bregðast við þessari þróun séu minni en ella þar eð forvirkar rannsóknarheimildir skortir. Tengdar fréttir Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn" hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. Í nýrri skýrslu greiningardeildarinnar um mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi segir að grundvallarbreyting hafi orðið á skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Áður hafi Íslendingar einir haldið uppi skipulagðri glæpastarfsemi með smygli og sölu á fíkniefnum, tóbaki og áfengi. Aukin aðkoma erlendra ríkisborgara að skipulagðri glæpastarfsemi nú þýði breyttan veruleika. Um leið hafi starfsemin tekið til áður óþekktra sviða. Aukin samvinna íslenskra og erlendra glæpahópa Greiningardeildin tekur skýrt fram að því fari víðsfjarri að erlendir ríkisborgarar, búsettir hér á landi eða erlendis, séu ábyrgir fyrir allri þeirri skipulögðu glæpastarfsemi, sem haldið er uppi á Íslandi. Íslenskir glæpahópar séu ekki síður fyrirferðarmiklir á þessu sviði. Þá starfi þessir hópar saman í einhverjum tilvikum. Greiningardeildin telur að sú samvinna muni eflast og verða víðtækari. „Skipulögð glæpastarfsemi er varðar innflutning og sölu fíkniefna, sem og önnur brot sem slíku fylgir, er einn helsti vandi löggæslunnar í nútíð og framtíð. Fíkniefnasmygl getur oftar en ekki af sér annars konar skipulagða glæpastarfsemi. Má þar nefna peningaþvætti, skjalafals, vændi og ógnanir," segir í skýrslu greiningardeilar. Allar upplýsingar bendi til þess að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt á Íslandi og gerist sífellt fjölbreytilegri. Þetta eigi ekki síst við um þá starfsemi austurevrópskra glæpahópa. „Fyrir liggur að austur-evrópskir ríkisborgarar eru „fluttir inn" hingað til lands ýmist til skemmri dvalar eða lengri í þeim tilgangi einum að fremja afbrot. Vísbendingar eru um að þessi starfsemi sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætla," segir greiningardeildin. Skýringin á þessu sögð fjölþjóðlegra samfélag, hnattvæðing og Evrópusamruni. Ný tækifæri hafi skapast á sviði verslunar og viðskipta og það eigi við um ólöglega starfsemi sem löglega. Athafnasvæði glæpahópa renni saman og stækki með sama hætti og landamæri og höft takmarki ekki sem áður lögleg umsvif fyrirtækja og einstaklinga. Greiningardeildin segir að þessar breytingar kalli á ný verkefni fyrir lögreglu og vandasamari. Reynsla lögreglu sé til að mynda að erfitt geti reynst að fá upplýsingar úr samfélagi útlendinga og tefji það oft rannsókn mála. Full ástæða til að óttast vopnaburð hjá glæpahópum Þá segir í skýrslunni að innan hinna austur-evrópsk glæpahópa sem hingað hafa komið og látið til sín taka á íslenskum fíkniefnamarkaði sé að finna harðsvíraða glæpamenn. „Aukin harka setur mark sitt á skipulagða glæpastarfsemi hér á landi, líkt og árás erlendra ofbeldismanna á lögreglumenn í miðborg Reykjavíkur í janúarmánuði 2008 er til vitnis um. Full ástæða er til að óttast að enn aukin harka, þar með talinn vopnaburður, verði viðtekin í íslenskum undirheimum," segir í skýrslunni.Þar segir enn fremur að hætta sé einnig á aukinni hörku milli glæpahópa og hafa beri í huga að möguleikar lögreglu til að bregðast við þessari þróun séu minni en ella þar eð forvirkar rannsóknarheimildir skortir.
Tengdar fréttir Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48