Innlent

Með ólíkindum að fólk hafi sloppið ómeitt

Sjónarvottar segja það með ólíkindum að allir skuli hafa sloppið ómeiddir þegar þrír bílar lentu í hörðum árekstri á mótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar upp úr klukkan tíu í gærkvöldi.

Vegfarendur, sem tilkynntu um áreksturinn töldu víst að þar hefði orðið stórslys og var fjölmennt lið lögreglu og sjúrkaflutningamanna sent á staðinn.

Þegar til kom reyndist svo ekki vera. Hins vegar stórskemmdust allir bílarnir og þurfti að draga þá á brott með kranabílum. Tildrög liggja ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×