Innlent

Norðmenn kláruðu nær allan loðnukvóta sinn við landið

MYND/Jón Kr. Friðgeirsson

Norsku loðnuveiðiskipin sem voru við veiðar hér við land veiddu nær allan kvóta sinn eftir því sem Landhelgisgæslan greinir frá.

Kvóti Norðmanna var rúm 39 þúsund tonn en en endanlegur afli skipanna þegar veiðum lauk á föstudagskvöld var rúm 37 þúsund tonn. Brælur töfðu norsk loðnuskip talsvert frá veiðum og töpuðu þau því dýrmætum tíma en annars gengu veiðar þeirra yfirleitt vel.

Þó varð eitt norsku skipanna, Sæbjörn, fyrir því óhappi miðvikudaginn 13. febrúar að fá loðnunótina í skrúfuna og dró skip Landhelgisgæslunnar það til Norðfjarðar þar sem nótin hreinsuð úr skrúfunni. Skipið var erfitt í drætti þar sem talsvert af nótinni var í sjó. Skipin komu til hafnar að kvöldi 13. febrúar eftir um 10 tíma ferðalag af miðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×