Körfubolti

Yfirlýsingar að vænta frá Grindavík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Óli Björn Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, vildi ekkert tjá sig um þau ummæli sem Damon Bailey hafði við Vísi í dag.

Bailey hefur verið á mála hjá íslenskum körfuknattleiksfélögum síðan 2004, nú síðast hjá Grindavík, en heldur því fram að ekkert sé að finna í opinberum gögnum um skattgreiðslur hans.

Óli Björn sagði að yfirlýsingar væri að vænta frá körfuknattleiksdeild Grindavíkur.


Tengdar fréttir

Bailey: Engar skattgreiðslur á fjórum árum

Körfuknattleiksmaðurinn Damon Bailey segir að engin gögn séu að finna um að tekjuskattur hafi verið greiddur af launum hans á þeim rúmum fjórum árum sem hann lék körfubolta hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×