Pálmi Rafn Pálmason er formlega orðinn leikmaður norska liðsins Stabæk.
Hann skrifaði í dag undir samning til þriggja og hálfs árs við liðið.
Pálmi mun verða meðal áhorfenda á leik Stabæk gegn Fredrikstad í kvöld og heldur síðan heim á morgun. Hann mun mæta aftur til Noregs fyrir helgina og flytur þá út.
Pálmi lék kveðjuleik sinn með Val þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Keflavík í Landsbankadeildinni um helgina. Stabæk er í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar.