Fótbolti

Erfið verkefni hjá ensku liðunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Liverpool fá það erfiða verkefni að mæta Real Madrid.
Leikmenn Liverpool fá það erfiða verkefni að mæta Real Madrid. Nordic Photos / Getty Images

Dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í dag. Fjölmargir stórleikir verða á dagskrá í umferðinni.

Ensku liðin fengu öll mjög erfiða leiki. Manchester United mætir Inter, Liverpool tekst á við Real Madrid og Arsenal dróst gegn Roma.

Claudio Ranieri, fyrrum stjóri Chelsea, mætir nú aftur sínu gamla liði en hann er nú knattspyrnustjóri Juventus.

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Barcelona mætir Lyon frá Frakklandi.

Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi og má sjá upptöku af drættinum með því að smella hér.

Leikirnir í 16-liða úrslitum:

Chelsea - Juventus

Villarreal - Panathinaikos

Sporting Lissabon - Bayern München

Atletico Madrid - Porto

Lyon - Barcelona

Real Madird - Liverpool

Arsenal - Roma

Inter - Manchester United










Fleiri fréttir

Sjá meira


×