Viðskipti erlent

Ålandsbanken vill kaupa Kaupþing í Svíþjóð

Ålandsbanken á Álandseyjum hefur staðfest að hann hafi áhuga á því að kaupa Kaupþing í Svíþjóð. Samningaviðræður um kaupin eru nú í gangi milli bankans og sænskra stjórnvalda en bankinn var yfitekinn af sænska ríkinu í kjölfar bankahrunsins á Íslandi.

Ålandsbanken sendi frá sér tilkynningu um málið í morgun þar sem hann staðfesti áhuga sinn. Sænskir viðskiptafjölmiðlar hófu að greina frá fregnum um fyrirhuguð kaup bankans á Kaupþingi í gærkvöldi.

Fram kemur í frétt í Dagens Industri að samningaviðræðurnar um kaupin séu á lokastigi og von á niðurstöðu úr þeim á næstu dögum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×