Vilhjálmur fór út bakdyramegin - Trúnaðarbrestur hjá Degi og Ólafi 14. ágúst 2008 11:39 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarráðs, fór út bakdyramegin eftir að borgarráðsfundi lauk og ræddi því ekki við fjölmiðlamenn sem biðu hans utan fundarherbergis. Þetta kom í ljós þegar herbergið var opnað. Sömu leið virðast Kjartan Magnússon og Júlíus Vífill Ingvarsson hafa farið. Vilhjálmur segir það sjálfur alrangt að hann hafi farið út bakdyramegin heldur hafi hann setið ásamt þremur öðrum borgarfulltrúum í hliðarherbergi eftir að fundi borgarráðs lauk og eftir það hafi hann farið upp á skrifstofu sína og þaðan út um aðaldyrnar.Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli sín og Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra þegar núverandi meirihluti var myndaður. Erfitt sé að vinna það traust til baka. Dagur var inntur eftir stöðu mála í borginni eftir borgarráðsfundinn. Hann minnti á að hann hefði sagt við myndun núverandi meirihluta að kjósa ætti í borginni og sagðist Dagur enn þeirrar skoðunar. Enn fremur sagði hann um stöðuna í borginni að annaðhvort væri þetta hefðbundið klúður hjá sjálfstæðismönnum eða þá að þeir væru að beita klækjabrögðum. Stjórnarkreppa hefði verið í borginni frá því að sjálfstæðismenn og F-listi tóku við.Aðspurður um þá hugmynd að Ólafur dragi sig út úr borgarstjórn og Margrét Sverrisdóttir komi inn í stað hans og að myndaður verði nýr Tjarnarkvartett sagði Dagur að Ólafur yrði sjálfur að ákveða hvort hann hyrfi á braut.Athygli vakti að hvorki Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, né Ólafur F. Magnússon borgarstjóri sátu fund borgarráðs. Tengdar fréttir Neitar þreifingum við sjálfstæðismenn Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins neitaði því í morgun að þreifingar hefðu staðið yfir undanfarna daga á milli hans og sjálfstæðismanna um nýjan meirihluta í borginni. 14. ágúst 2008 08:53 Jakob væntir tíðinda síðar í dag „Borgarstjóri verður að útskýra það sjálfur,“ segir Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri og helsti ráðgjafi Ólafs F. Magnússonar, aðspurður hvers vegna Ólafur F. Magnússon mætti ekki á borgarráðsfund í morgun eins og venjan er. „Það skýrir sig væntanlega sjálft síðar í dag,“ bætti Jakob við. 14. ágúst 2008 10:36 Kjartan á von á niðurstöðu í dag en vill ekki segja hver niðurstaðan verður Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að borgarfulltrúar flokksins hafi fundaði mikið í gær og séu enn að ræða málin. Hann telur að niðurstaða náist í málið fljótlega en vildi ekki tilgreina í hverju hún fælist. 14. ágúst 2008 09:28 Fundað beggja vegna Tjarnargötunnar Minnihluti og meirihluti í borgarstjórn sitja nú á fundum hvor sínum megin við Tjarnargötuna til þess að fara yfir atburði undanfarinna. 14. ágúst 2008 08:41 Brot á samstarfssamningi semji Óskar við sjálfstæðismenn Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, segir að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi á fundi minnihlutans í morgun fullvissað samstarfsmenn sína um að hann ætti ekki í neinum viðræðum við sjálfstæðismenn um meirihlutasamstarf. Fundi borgarráðs í Ráðhúsinu er um það bil að ljúka. 14. ágúst 2008 11:17 Útlit fyrir nýjan meirihluta í borginni í dag Líklegra þykir en ekki að Sjálfstæðisflokkurinn slíti meirihlutasamstarfi sínu við Ólaf F. Magnússon og F-listann í borgarstjórn og leiti samstarfs við Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. 14. ágúst 2008 07:09 Oddvitar meirihlutans ekki á borgarráðsfundi Nú þegar kortér er síðan fundur borgarráðs átti að hefjast eru hvorki Ólafur F. Magnússon borgarstjóri né Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, mætt. 14. ágúst 2008 09:47 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarráðs, fór út bakdyramegin eftir að borgarráðsfundi lauk og ræddi því ekki við fjölmiðlamenn sem biðu hans utan fundarherbergis. Þetta kom í ljós þegar herbergið var opnað. Sömu leið virðast Kjartan Magnússon og Júlíus Vífill Ingvarsson hafa farið. Vilhjálmur segir það sjálfur alrangt að hann hafi farið út bakdyramegin heldur hafi hann setið ásamt þremur öðrum borgarfulltrúum í hliðarherbergi eftir að fundi borgarráðs lauk og eftir það hafi hann farið upp á skrifstofu sína og þaðan út um aðaldyrnar.Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli sín og Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra þegar núverandi meirihluti var myndaður. Erfitt sé að vinna það traust til baka. Dagur var inntur eftir stöðu mála í borginni eftir borgarráðsfundinn. Hann minnti á að hann hefði sagt við myndun núverandi meirihluta að kjósa ætti í borginni og sagðist Dagur enn þeirrar skoðunar. Enn fremur sagði hann um stöðuna í borginni að annaðhvort væri þetta hefðbundið klúður hjá sjálfstæðismönnum eða þá að þeir væru að beita klækjabrögðum. Stjórnarkreppa hefði verið í borginni frá því að sjálfstæðismenn og F-listi tóku við.Aðspurður um þá hugmynd að Ólafur dragi sig út úr borgarstjórn og Margrét Sverrisdóttir komi inn í stað hans og að myndaður verði nýr Tjarnarkvartett sagði Dagur að Ólafur yrði sjálfur að ákveða hvort hann hyrfi á braut.Athygli vakti að hvorki Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, né Ólafur F. Magnússon borgarstjóri sátu fund borgarráðs.
Tengdar fréttir Neitar þreifingum við sjálfstæðismenn Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins neitaði því í morgun að þreifingar hefðu staðið yfir undanfarna daga á milli hans og sjálfstæðismanna um nýjan meirihluta í borginni. 14. ágúst 2008 08:53 Jakob væntir tíðinda síðar í dag „Borgarstjóri verður að útskýra það sjálfur,“ segir Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri og helsti ráðgjafi Ólafs F. Magnússonar, aðspurður hvers vegna Ólafur F. Magnússon mætti ekki á borgarráðsfund í morgun eins og venjan er. „Það skýrir sig væntanlega sjálft síðar í dag,“ bætti Jakob við. 14. ágúst 2008 10:36 Kjartan á von á niðurstöðu í dag en vill ekki segja hver niðurstaðan verður Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að borgarfulltrúar flokksins hafi fundaði mikið í gær og séu enn að ræða málin. Hann telur að niðurstaða náist í málið fljótlega en vildi ekki tilgreina í hverju hún fælist. 14. ágúst 2008 09:28 Fundað beggja vegna Tjarnargötunnar Minnihluti og meirihluti í borgarstjórn sitja nú á fundum hvor sínum megin við Tjarnargötuna til þess að fara yfir atburði undanfarinna. 14. ágúst 2008 08:41 Brot á samstarfssamningi semji Óskar við sjálfstæðismenn Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, segir að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi á fundi minnihlutans í morgun fullvissað samstarfsmenn sína um að hann ætti ekki í neinum viðræðum við sjálfstæðismenn um meirihlutasamstarf. Fundi borgarráðs í Ráðhúsinu er um það bil að ljúka. 14. ágúst 2008 11:17 Útlit fyrir nýjan meirihluta í borginni í dag Líklegra þykir en ekki að Sjálfstæðisflokkurinn slíti meirihlutasamstarfi sínu við Ólaf F. Magnússon og F-listann í borgarstjórn og leiti samstarfs við Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. 14. ágúst 2008 07:09 Oddvitar meirihlutans ekki á borgarráðsfundi Nú þegar kortér er síðan fundur borgarráðs átti að hefjast eru hvorki Ólafur F. Magnússon borgarstjóri né Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, mætt. 14. ágúst 2008 09:47 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Neitar þreifingum við sjálfstæðismenn Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins neitaði því í morgun að þreifingar hefðu staðið yfir undanfarna daga á milli hans og sjálfstæðismanna um nýjan meirihluta í borginni. 14. ágúst 2008 08:53
Jakob væntir tíðinda síðar í dag „Borgarstjóri verður að útskýra það sjálfur,“ segir Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri og helsti ráðgjafi Ólafs F. Magnússonar, aðspurður hvers vegna Ólafur F. Magnússon mætti ekki á borgarráðsfund í morgun eins og venjan er. „Það skýrir sig væntanlega sjálft síðar í dag,“ bætti Jakob við. 14. ágúst 2008 10:36
Kjartan á von á niðurstöðu í dag en vill ekki segja hver niðurstaðan verður Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að borgarfulltrúar flokksins hafi fundaði mikið í gær og séu enn að ræða málin. Hann telur að niðurstaða náist í málið fljótlega en vildi ekki tilgreina í hverju hún fælist. 14. ágúst 2008 09:28
Fundað beggja vegna Tjarnargötunnar Minnihluti og meirihluti í borgarstjórn sitja nú á fundum hvor sínum megin við Tjarnargötuna til þess að fara yfir atburði undanfarinna. 14. ágúst 2008 08:41
Brot á samstarfssamningi semji Óskar við sjálfstæðismenn Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, segir að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi á fundi minnihlutans í morgun fullvissað samstarfsmenn sína um að hann ætti ekki í neinum viðræðum við sjálfstæðismenn um meirihlutasamstarf. Fundi borgarráðs í Ráðhúsinu er um það bil að ljúka. 14. ágúst 2008 11:17
Útlit fyrir nýjan meirihluta í borginni í dag Líklegra þykir en ekki að Sjálfstæðisflokkurinn slíti meirihlutasamstarfi sínu við Ólaf F. Magnússon og F-listann í borgarstjórn og leiti samstarfs við Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. 14. ágúst 2008 07:09
Oddvitar meirihlutans ekki á borgarráðsfundi Nú þegar kortér er síðan fundur borgarráðs átti að hefjast eru hvorki Ólafur F. Magnússon borgarstjóri né Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, mætt. 14. ágúst 2008 09:47