Vilhjálmur fór út bakdyramegin - Trúnaðarbrestur hjá Degi og Ólafi 14. ágúst 2008 11:39 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarráðs, fór út bakdyramegin eftir að borgarráðsfundi lauk og ræddi því ekki við fjölmiðlamenn sem biðu hans utan fundarherbergis. Þetta kom í ljós þegar herbergið var opnað. Sömu leið virðast Kjartan Magnússon og Júlíus Vífill Ingvarsson hafa farið. Vilhjálmur segir það sjálfur alrangt að hann hafi farið út bakdyramegin heldur hafi hann setið ásamt þremur öðrum borgarfulltrúum í hliðarherbergi eftir að fundi borgarráðs lauk og eftir það hafi hann farið upp á skrifstofu sína og þaðan út um aðaldyrnar.Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli sín og Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra þegar núverandi meirihluti var myndaður. Erfitt sé að vinna það traust til baka. Dagur var inntur eftir stöðu mála í borginni eftir borgarráðsfundinn. Hann minnti á að hann hefði sagt við myndun núverandi meirihluta að kjósa ætti í borginni og sagðist Dagur enn þeirrar skoðunar. Enn fremur sagði hann um stöðuna í borginni að annaðhvort væri þetta hefðbundið klúður hjá sjálfstæðismönnum eða þá að þeir væru að beita klækjabrögðum. Stjórnarkreppa hefði verið í borginni frá því að sjálfstæðismenn og F-listi tóku við.Aðspurður um þá hugmynd að Ólafur dragi sig út úr borgarstjórn og Margrét Sverrisdóttir komi inn í stað hans og að myndaður verði nýr Tjarnarkvartett sagði Dagur að Ólafur yrði sjálfur að ákveða hvort hann hyrfi á braut.Athygli vakti að hvorki Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, né Ólafur F. Magnússon borgarstjóri sátu fund borgarráðs. Tengdar fréttir Neitar þreifingum við sjálfstæðismenn Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins neitaði því í morgun að þreifingar hefðu staðið yfir undanfarna daga á milli hans og sjálfstæðismanna um nýjan meirihluta í borginni. 14. ágúst 2008 08:53 Jakob væntir tíðinda síðar í dag „Borgarstjóri verður að útskýra það sjálfur,“ segir Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri og helsti ráðgjafi Ólafs F. Magnússonar, aðspurður hvers vegna Ólafur F. Magnússon mætti ekki á borgarráðsfund í morgun eins og venjan er. „Það skýrir sig væntanlega sjálft síðar í dag,“ bætti Jakob við. 14. ágúst 2008 10:36 Kjartan á von á niðurstöðu í dag en vill ekki segja hver niðurstaðan verður Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að borgarfulltrúar flokksins hafi fundaði mikið í gær og séu enn að ræða málin. Hann telur að niðurstaða náist í málið fljótlega en vildi ekki tilgreina í hverju hún fælist. 14. ágúst 2008 09:28 Fundað beggja vegna Tjarnargötunnar Minnihluti og meirihluti í borgarstjórn sitja nú á fundum hvor sínum megin við Tjarnargötuna til þess að fara yfir atburði undanfarinna. 14. ágúst 2008 08:41 Brot á samstarfssamningi semji Óskar við sjálfstæðismenn Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, segir að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi á fundi minnihlutans í morgun fullvissað samstarfsmenn sína um að hann ætti ekki í neinum viðræðum við sjálfstæðismenn um meirihlutasamstarf. Fundi borgarráðs í Ráðhúsinu er um það bil að ljúka. 14. ágúst 2008 11:17 Útlit fyrir nýjan meirihluta í borginni í dag Líklegra þykir en ekki að Sjálfstæðisflokkurinn slíti meirihlutasamstarfi sínu við Ólaf F. Magnússon og F-listann í borgarstjórn og leiti samstarfs við Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. 14. ágúst 2008 07:09 Oddvitar meirihlutans ekki á borgarráðsfundi Nú þegar kortér er síðan fundur borgarráðs átti að hefjast eru hvorki Ólafur F. Magnússon borgarstjóri né Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, mætt. 14. ágúst 2008 09:47 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarráðs, fór út bakdyramegin eftir að borgarráðsfundi lauk og ræddi því ekki við fjölmiðlamenn sem biðu hans utan fundarherbergis. Þetta kom í ljós þegar herbergið var opnað. Sömu leið virðast Kjartan Magnússon og Júlíus Vífill Ingvarsson hafa farið. Vilhjálmur segir það sjálfur alrangt að hann hafi farið út bakdyramegin heldur hafi hann setið ásamt þremur öðrum borgarfulltrúum í hliðarherbergi eftir að fundi borgarráðs lauk og eftir það hafi hann farið upp á skrifstofu sína og þaðan út um aðaldyrnar.Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli sín og Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra þegar núverandi meirihluti var myndaður. Erfitt sé að vinna það traust til baka. Dagur var inntur eftir stöðu mála í borginni eftir borgarráðsfundinn. Hann minnti á að hann hefði sagt við myndun núverandi meirihluta að kjósa ætti í borginni og sagðist Dagur enn þeirrar skoðunar. Enn fremur sagði hann um stöðuna í borginni að annaðhvort væri þetta hefðbundið klúður hjá sjálfstæðismönnum eða þá að þeir væru að beita klækjabrögðum. Stjórnarkreppa hefði verið í borginni frá því að sjálfstæðismenn og F-listi tóku við.Aðspurður um þá hugmynd að Ólafur dragi sig út úr borgarstjórn og Margrét Sverrisdóttir komi inn í stað hans og að myndaður verði nýr Tjarnarkvartett sagði Dagur að Ólafur yrði sjálfur að ákveða hvort hann hyrfi á braut.Athygli vakti að hvorki Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, né Ólafur F. Magnússon borgarstjóri sátu fund borgarráðs.
Tengdar fréttir Neitar þreifingum við sjálfstæðismenn Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins neitaði því í morgun að þreifingar hefðu staðið yfir undanfarna daga á milli hans og sjálfstæðismanna um nýjan meirihluta í borginni. 14. ágúst 2008 08:53 Jakob væntir tíðinda síðar í dag „Borgarstjóri verður að útskýra það sjálfur,“ segir Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri og helsti ráðgjafi Ólafs F. Magnússonar, aðspurður hvers vegna Ólafur F. Magnússon mætti ekki á borgarráðsfund í morgun eins og venjan er. „Það skýrir sig væntanlega sjálft síðar í dag,“ bætti Jakob við. 14. ágúst 2008 10:36 Kjartan á von á niðurstöðu í dag en vill ekki segja hver niðurstaðan verður Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að borgarfulltrúar flokksins hafi fundaði mikið í gær og séu enn að ræða málin. Hann telur að niðurstaða náist í málið fljótlega en vildi ekki tilgreina í hverju hún fælist. 14. ágúst 2008 09:28 Fundað beggja vegna Tjarnargötunnar Minnihluti og meirihluti í borgarstjórn sitja nú á fundum hvor sínum megin við Tjarnargötuna til þess að fara yfir atburði undanfarinna. 14. ágúst 2008 08:41 Brot á samstarfssamningi semji Óskar við sjálfstæðismenn Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, segir að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi á fundi minnihlutans í morgun fullvissað samstarfsmenn sína um að hann ætti ekki í neinum viðræðum við sjálfstæðismenn um meirihlutasamstarf. Fundi borgarráðs í Ráðhúsinu er um það bil að ljúka. 14. ágúst 2008 11:17 Útlit fyrir nýjan meirihluta í borginni í dag Líklegra þykir en ekki að Sjálfstæðisflokkurinn slíti meirihlutasamstarfi sínu við Ólaf F. Magnússon og F-listann í borgarstjórn og leiti samstarfs við Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. 14. ágúst 2008 07:09 Oddvitar meirihlutans ekki á borgarráðsfundi Nú þegar kortér er síðan fundur borgarráðs átti að hefjast eru hvorki Ólafur F. Magnússon borgarstjóri né Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, mætt. 14. ágúst 2008 09:47 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira
Neitar þreifingum við sjálfstæðismenn Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins neitaði því í morgun að þreifingar hefðu staðið yfir undanfarna daga á milli hans og sjálfstæðismanna um nýjan meirihluta í borginni. 14. ágúst 2008 08:53
Jakob væntir tíðinda síðar í dag „Borgarstjóri verður að útskýra það sjálfur,“ segir Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri og helsti ráðgjafi Ólafs F. Magnússonar, aðspurður hvers vegna Ólafur F. Magnússon mætti ekki á borgarráðsfund í morgun eins og venjan er. „Það skýrir sig væntanlega sjálft síðar í dag,“ bætti Jakob við. 14. ágúst 2008 10:36
Kjartan á von á niðurstöðu í dag en vill ekki segja hver niðurstaðan verður Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að borgarfulltrúar flokksins hafi fundaði mikið í gær og séu enn að ræða málin. Hann telur að niðurstaða náist í málið fljótlega en vildi ekki tilgreina í hverju hún fælist. 14. ágúst 2008 09:28
Fundað beggja vegna Tjarnargötunnar Minnihluti og meirihluti í borgarstjórn sitja nú á fundum hvor sínum megin við Tjarnargötuna til þess að fara yfir atburði undanfarinna. 14. ágúst 2008 08:41
Brot á samstarfssamningi semji Óskar við sjálfstæðismenn Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, segir að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi á fundi minnihlutans í morgun fullvissað samstarfsmenn sína um að hann ætti ekki í neinum viðræðum við sjálfstæðismenn um meirihlutasamstarf. Fundi borgarráðs í Ráðhúsinu er um það bil að ljúka. 14. ágúst 2008 11:17
Útlit fyrir nýjan meirihluta í borginni í dag Líklegra þykir en ekki að Sjálfstæðisflokkurinn slíti meirihlutasamstarfi sínu við Ólaf F. Magnússon og F-listann í borgarstjórn og leiti samstarfs við Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. 14. ágúst 2008 07:09
Oddvitar meirihlutans ekki á borgarráðsfundi Nú þegar kortér er síðan fundur borgarráðs átti að hefjast eru hvorki Ólafur F. Magnússon borgarstjóri né Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, mætt. 14. ágúst 2008 09:47