Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, segir það mikið ánægjuefni að fá David Beckham til félagsins.
Adriano Galliani, varaforseti Milan, sagði í samtali við fréttastofu BBC í dag að Beckham hefði valið að koma til Milan á meðan að hann væri í fríi frá bandarísku MLS-deildinni þar sem hann leikur með LA Galaxy.
Ancelotti sagði þetta vera afar ánægjulegt. „Beckham er mikill íþróttamaður og fagmaður fram í fingurgóma. Ef hann getur spilað með okkur væri það frábært."
Ef lánssamningurinn gengur í gegn mun Ancelotti standa Beckham í boða í bæði deildarleikjum á Ítalíu sem og í UEFA-bikarkeppninni.