Erlent

McCann rannsókn lokið?

Madelaine McCann
Madelaine McCann
Portúgalska lögreglan hefur afhent saksóknurum í landinu gögn sín um mál týndu stúlkunnar Madelaine McCann.

Saksóknarar muna svo í framhaldinu ákveða hvort tilefni sé til að halda rannsókn á hvarfi stúlkunnar áfram. Komist þeir að þeirri niðurstöðu að frekari rannsókn muni ekki skila neinu líkur 14 mánaða rannsókn portúgölsku lögreglunnar á hvarfi stúlkunnar.

Madeleine var þriggja ára gömul þegar hún hvarf af hótelherbergi foreldra sinna sem voru í fríi í strandbænum Praia da Luz.

Rannsókn lögreglu á hvarfi hennar hefur engum árangri skilað og nú er það saksóknara að meta hvað sé rétt að gera í stöðunni.

Foreldrar Madeleine, Gerry og Kate hafa um nokkurt skeið haft réttarstöðu grunaðra hjá lögreglu.

Talsmaður þeirra segist vonast til þess að saksóknarar ákveði að rannsókn skuli verða haldið áfram og að foreldrar Madeleine verði hreinsaðir af öllum grun um að þau hafi haft eitthvað með hvarfið að gera.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×