Körfubolti

Bailey og Roberson sagt upp hjá Grindavík

Damon Bailey var sagt upp hjá Grindavík í annað sinn á ferlinum í kvöld
Damon Bailey var sagt upp hjá Grindavík í annað sinn á ferlinum í kvöld Mynd/BB

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur sagt upp samningi við bandarísku leikmennina Tiffany Roberson og Damon Bailey.

Á fundi í kvöld ákvað stjórn Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur að fara þessa leið og feta þar með í fótspor fleiri félaga í úrvalsdeild sem verið hafa að segja upp samningum við erlenda leikmenn í kreppunni sem nú er skollin á.

Óli Björn Björgvinsson, formaður kkd Grindavíkur sagði í samtali við Vísi að deildin treysti sér ekki til að hafa erlenda leikmenn í sínum röðum í þessu árferði.

Ljóst er að það veikir bæði karla- og kvennalið Grindavíkur þó nokkuð að missa þessa leikmenn.

Karlalið Grindavíkur er þó mjög vel mannað og má ætla að það verði í baráttunni um titilinn í vetur þrátt fyrir að missa Bailey úr sínum röðum, enda fékk það til liðs við sig menn eins og Brenton Birmingham og Arnar Frey Jónsson í sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×