Hamilton: Það var heiður að vinna með Alonso 13. mars 2008 10:59 NordcPhotos/GettyImages Svo virðist sem Lewis Hamilton hjá McLaren sé búinn að rétta fyrrum félaga sínum Fernando Alonso hjá Renault sáttarhönd eftir harðar deilur þeirra á síðasta tímabili. Hamilton segir að það hafi verið mikill heiður fyrir sig á síðasta tímabili að aka sem nýliði við hlið hins tvöfalda heimsmeistara þegar þeir voru saman hjá McLaren liðinu. "Það er sannur heiður að fá að aka við hlið manns sem maður er búinn að líta upp til þegar maður er nýliði. Ef maður lítur á þetta þannig, er synd og skömm að hann skuli ekki vera hjá okkur enn," sagði Bretinn ungi. Alonso virðist einnig hafa linast nokkuð og hann hrósaði Hamilton á dögunum. "Þegar ég skipti um lið og gekk í raðir McLaren á sínum tíma var Lewis alveg nýr í Formúlu 1. Hann var samt alltaf að koma með nýjar hugmyndir og það er gott að hafa slíka menn með sér. Við erum ekki lengur í sama liði en við munum keppa á móti hvor öðrum í sitt hvoru liðinu og það er ný áskorun," sagði Alonso. Hamilton virðist þó ætla að eiga mun betra samband við nýja félagann sinn, Finnann Heikki Kovalainen. "Hann er mikill keppnismaður og við eigum eftir að ná fram því besta í hvor öðrum. Hann hefur verið duglegri en nokkur maður sem ég hef séð við æfingar og við spilum þess utan tennis og körfubolta og stundum þrekþjálfun sman," sagði Hamilton. Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Svo virðist sem Lewis Hamilton hjá McLaren sé búinn að rétta fyrrum félaga sínum Fernando Alonso hjá Renault sáttarhönd eftir harðar deilur þeirra á síðasta tímabili. Hamilton segir að það hafi verið mikill heiður fyrir sig á síðasta tímabili að aka sem nýliði við hlið hins tvöfalda heimsmeistara þegar þeir voru saman hjá McLaren liðinu. "Það er sannur heiður að fá að aka við hlið manns sem maður er búinn að líta upp til þegar maður er nýliði. Ef maður lítur á þetta þannig, er synd og skömm að hann skuli ekki vera hjá okkur enn," sagði Bretinn ungi. Alonso virðist einnig hafa linast nokkuð og hann hrósaði Hamilton á dögunum. "Þegar ég skipti um lið og gekk í raðir McLaren á sínum tíma var Lewis alveg nýr í Formúlu 1. Hann var samt alltaf að koma með nýjar hugmyndir og það er gott að hafa slíka menn með sér. Við erum ekki lengur í sama liði en við munum keppa á móti hvor öðrum í sitt hvoru liðinu og það er ný áskorun," sagði Alonso. Hamilton virðist þó ætla að eiga mun betra samband við nýja félagann sinn, Finnann Heikki Kovalainen. "Hann er mikill keppnismaður og við eigum eftir að ná fram því besta í hvor öðrum. Hann hefur verið duglegri en nokkur maður sem ég hef séð við æfingar og við spilum þess utan tennis og körfubolta og stundum þrekþjálfun sman," sagði Hamilton.
Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira