Formúla 1

Barrichello bætti met Patrese

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rubens Barrichello fagnar áfanganum í dag ásamt Ross Brawn og Nick Fry.
Rubens Barrichello fagnar áfanganum í dag ásamt Ross Brawn og Nick Fry. Nordic Photos / Getty Images

Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello varð í dag reynslumesti ökuþórinn í sögu Formúlu 1-keppninnar.

Hann tók í dag þátt í sinni 258. keppni og bætti þar með met Ítalans Riccardo Patrese sem keppti á árunum 1977 til 1993. Barrichello hefur keppt í Formúlu 1 síðan 1993 en hann er 35 ára gamall.

Reynslumestu ökuþórarnir:

1. Rubens Barrichello, Brasilíu 258 keppnir

2. Riccardo Patrese, Ítalíu 257

3. Michael Schumacher, Þýskalandi 250

4. David Coulthard, Bretlandi 234

5. Michele Albereto, Ítalíu 215

6. Andrea de Casaris, Ítalíu 214

7. Gerhard Berger, Austurríki 210

8. Nelsopn Piquet, Brasilíu 207

9. Alain Prost, Frakklandi 202

- Jean Alesi, Frakklandi, 202

11. Giancarlo Fisichella 201




Fleiri fréttir

Sjá meira


×