Duisburg og Hansa Rostock féllu í dag úr þýsku úrvalsdeildinni. Duisburg tapaði 2-3 fyrir Bayern München sem hefur þegar tryggt sér meistaratitilinn. Hansa tapaði 1-2 fyrir Bayer Leverkusen.
Það ræðst í lokaumferðinni um næstu helgi hvort það verði Arminia Bielefeld eða Nürnberg sem fylgir áðurnefndum liðum niður. Arminia er með 36 stig en Nürnberg 33.