Erlent

Rússar herða vígbúnað

Óli Tynes skrifar
Rússnesk kjarnorkueldflaug.
Rússnesk kjarnorkueldflaug.

Útgjöld Rússlands til varnarmála verða aukin um 27 prósent á næsta ári, að sögn Vladimirs Putins, forsætisráðherra.

Interfax fréttastofan hefur eftir forsætisráðherranum að stríðið í Georgíu hafi sýnt framá að herinn þurfi að endurnýja margvíslegan búnað sinn.

Það eru að vísu nokkur ár síðan Putin hófst handa við að endurreisa og endurnýja herafla landsins. Vopnaframleiðsla er þar þegar miklu meiri en á Vesturlöndum.

Rússar eru að smíða á færibandi ný herskip, nýja skriðdreka, nýjar eldflaugar, nýjar orrustuþotur, nýja kafbáta og nýjar sprengjuflugvélar í mæli sem ekki hefur sést síðan í vígbúnaðarkapphlaupinu milli austurs og vesturs forðum daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×