Fótbolti

Ferguson: Áttum meira skilið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guiseppe Rossi gegn sínum fyrrum félögum.
Guiseppe Rossi gegn sínum fyrrum félögum.

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var sáttur við frammistöðu sinna manna í 0-0 jafnteflinu gegn Villareal í kvöld. Bæði lið eru komin áfram í 16-liða úrslitin eftir þessi úrslit.

Cristiano Ronaldo komst næst því að skora þegar hann átti skot í slá. Undir lok leiksins fékk Joan Capdevila, leikmaður Villareal, að líta rauða spjaldið fyrir brot á Ronaldo.

„Við áttum meira skilið. Við vorum mun betri í þessum leik en ég er sáttur. Við erum komnir áfram og það skiptir mestu máli," sagði Ferguson. „Villareal spilaði bara upp á jafntefli og þeir eru mjög ánægðir með stigið."

Ferguson var ánægður með frammistöðu dómarans, Roberto Rosetti. „Hann verndaði leikmenn og dæmdi vel," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×