Fótbolti

Pabbi Theodórs Elmar benti Lyn á hann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Torgeir Bjarmann og Theodór Elmar.
Torgeir Bjarmann og Theodór Elmar. Mynd/Heimasíða Lyn

„Fyrir einu og hálfu ári síðan hringdi pabbi hans, sem býr í Kristjánssandi, í mig og spurði hvort við hefðum ekki áhuga á að kaupa soninn sinn," sagði Torgeir Bjarmann, yfirmaður íþróttamála hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lyn, í samtali við Aftenposten.

Um er að ræða Theodór Elmar Bjarnason sem á dögunum gekk til liðs við Lyn frá Celtic í Skotlandi. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Lyn.

„Við kíktum á hann og fannst mikið til koma," útskýrði Bjarmann. „Hann er ungur og efnilegur framsækinn miðvallarleikmaður sem býr yfir flestum kostum. Hann er með góða tækni, fljótur og góður skallamaður. Við erum afar ánægðir með samninginn."

Henning Berg er þjálfari Lyn og finnst mikið til Theodórs koma.

„Hann kemur án efa til með að styrkja leikmannahópinn okkar. Hann getur bæði spilað á miðri miðjunni og á köntunum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×