Erlent

Ike sópaði burt heilu íbúahverfunum

Óli Tynes skrifar
Ekkert nema húsgrunnarnir eru eftir í þessu íbúðahverfi við Chrystal Beach ströndina í Texas.
Ekkert nema húsgrunnarnir eru eftir í þessu íbúðahverfi við Chrystal Beach ströndina í Texas. MYND/AP

Milljónir manna eru enn án rafmagns í Texas eftir fellibylinn Ike, og verða það að líkindum næstu vikurnar.

Vindhraðinn þegar Ike gekk á land var um 180 kílómetrar á klukkustund. Fjallháar öldur sópuðu burt heilu hverfunum við ströndina og jafnvel hátt liggjandi hús fylltust af vatni.

Góðu fréttirnar eru þær að olíuhreinsistöðvar og borpallar virðast hafa staðið af sér óveðrið og olíufatið fór í dag niðurfyrir 100 dollara.

Umfanagsmikil hjálparstarf er unnið í Texas og þangað streyma flutningabílar með allskonar vistir.

Manntjón virðist hafa verið ótrúlega lítið í veðurofsanum. Ekki hafa fundist nema þrjú lík.

Er því þakkað að fólk var mjög ákveðið rekið frá heimilum sínum við ströndina.

Tjón á mannvirkjum nemur þó að líkindum tugum milljarða dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×