Fótbolti

Hicks tekur hafnaboltann fram yfir Meistaradeildina

NordcPhotos/GettyImages

Tom Hicks, annar eigenda Liverpool, verður ekki á Anfield í kvöld þegar liðið mætir Arsenal og freistar þess að vinna sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Hann verður þess í stað staddur í Dallas í Texas þar sem hann fylgist með opnunarleik hafnarboltaliðs síns Texas Rangers í MLB deildinni.

Það kemur í hlut sonar hans, Tom yngri, að vera fulltrúi föður síns á Anfield í kvöld, en hann mun væntanlega sleppa því að fara út á lífið eftir leikinn eins og síðast þegar hann sá leik á Anfield, en þá bárust fréttir af því að stuðningsmenn Liverpool hefðu áreitt hann.

Hicks eldri var bæði á fyrri leik Liverpool og Arsenal í Meistaradeildinni og á deildarleik þeirra um helgina - en hann segir ekki koma til greina að sleppa opnunarleik Rangers í hafnaboltanum, það sé eins og þjóðhátíðardagur fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×