Lífið

Formúlu 1 stjóri í kynsvalli með nasistamellum

Max Mosley forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins er í slæmum málum þessa dagana. Formúla 1 keppnin heyrir undir hann. Blaðið News Of The World hefur birt myndband sem sýnir Max í kynsvalli með mellum sem klæddar eru eins og nasistar og fangar í útrýmingarbúðum.

Hinn 67 ára gamli Max Mosley sést nakinn í járnum á meðan mellurnar skiptast á um að flengja hann og niðurlægja. Og skipanir þeirra eru hrópaðar á þýsku.

Max er sonur Oswald Mosley eins þekktasta fasista Bretlandseyja á millistríðsárunum. Sá var í töluverðu dálæti hjá Hitler sem bauð honum iðulega í veislur í Berlín.

Sjálfur hefur Max barist gegn kynþáttafordómum í Formúlu 1 keppninni og m.a. tekið upp hanskann fyrir Lewis Hamilton á þeim vettvangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.