Draumur Diego er að ganga til liðs við Real Madrid á Spáni. Þetta segir faðir þessa brasilíska miðjumanns sem hefur slegið í gegn með Werder Bremen í Þýskalandi á yfirstandandi leiktíð.
Forráðamenn ítalska liðsins Juventus funduðu í gær um möguleg kaup á Diego en þær viðræður skiluðu litlu. Faðir Diego segir að leikmaðurinn vilji helst af öllu spila fyrir Real Madrid.
Hinsvegar hefur Real Madrid enn ekki sýnt áhuga sinn á Diego en beðið er eftir því hvað gerist í sumar.