Innlent

Geir lýsti yfir óánægju með rússaflug

Forsætisráðherra segist hafa nýtt tækifærið til að lýsa yfir óánægju íslenskra stjórnvalda með rússaflug við Pútín Rússlandsforseta á fundi Atlandshafsbandalags-Rússlands ráðsins í gær.

Pútín hefur ekki mætt á fundi ráðsins um nokkurt skeið og því var tækifærið kærkomið.

Fundurinn var haldinn á milli Atlandshafsbandalagsins og Rússlands en slíkir fundir eru haldnir reglulega. Það sem gerði fundinn í gær hins vegar sérstakan var að mjög sjaldgæft er að æðstu ráðamenn þjóðanna mæti á hann.

Þónokkrar flugsveitir rússneskra sprengjuflugvéla hafa flogið í grennd við Ísland undanfarin misseri. Þær hafa aldrei farið inn í íslenska lofthelgi. Það hefur hinsvegar aldrei verið tilkynnt um flug þeirra fyrirfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×