Varaforseti AC Milan segir að félagið muni í dag setjast að samningaborði við fulltrúa David Beckham með það fyrir augum að ganga formlega frá lánssamningi hans frá LA Galaxy eftir áramótin.
Forsetinn setur hinsvegar varnagla og segir nokkuð í land enn í samningaviðræðunum.
"Fyrst hélt ég að fulltrúar hans kæmu í síðustu viku en þeir komu ekki fyrr en í dag. Við byrjun viðræður því í dag en ég veit ekki hvort þeim lýkur vel eð ekki. Við munum reyna að klára þetta eins vel og við getum en það er enn langt í land," sagði Adriano Galliani í samtali við Tuttosport á Ítalíu.