Innlent

Fyrri ágreiningsmál flokkanna gerð upp

Óskar Bergsson sagði við blaðamenn nú rétt í þessu í Ráðhúsi Reykjavíkur að hann og Hanna Birna Kristjánsdóttir væru að hittast í fyrsta sinn í dag til þess að ræða væntanlegan meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.

Þau funda nú í ráðhúsinu. Óskar sagði að nú væri ætlunin að gera upp þau mál sem fyrsti meirihluti flokkanna í upphafi kjörtímabilsins strandaði á. Þar átti hann meðal annars við málefni REI. Hann sagði að málefnasamningurinn sem þá var gerður yrði hafður til grundvallar í viðræðunum í kvöld.

Enn hefur ekkert verið rætt um skiptingu embætta í þessum nýja meirihluta en Hanna Birna sagði blaðamönnum að hún myndi ekki gera neinar kröfur í þeim efnum.

Þau taka fyrir það að hafi komið til greina að Ólafur viki og nýr Tjarnarkvartett tæki við og vísa til yfirlýsingar Jakobs Frímanns í dag.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×