Enski boltinn

Chelsea er betra en United og Arsenal

NordcPhotos/GettyImages

Avram Grant, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, telur að liðið verði sterkara en Manchester United og Arsenal á komandi leiktíð og spáir því sigri í ensku úrvalsdeildinni.

"Það hafa verið gerðar talsverðar breytingar hjá Chelsea síðustu mánuði og ég held að liðið sé orðið sterkara en Manchester United og Arsenal. Scolari er góður þjálfari og hann mun færa liðinu titla. Ég held að liðið hafi góða möguleika á að sigra í úrvalsdeildinni," sagði Grant.

Ísraelsmaðurinn segir að fólk hafi haft litla trú á honum þegar hann tók við Chelsea af Jose Mourinho á sínum tíma, en vill meina að hann hafi náð að sanna sig sem stjóri.

"Blaðamenn og nokkrir leikmanna Chelsea höfðu litla trú á mér þegar ég tók við á sínum tíma, en ég held að ég hafi sannað mig eftir að við vorum hársbreidd frá því að vinna þrjá titla," sagði Grant, sem nýverið hélt fyrirlestur um knattspyrnu í Bankok í Tælandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×