Golf

Woods fór í aðgerð á hné

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tiger gæti misst af Players-meistaramótinu.
Tiger gæti misst af Players-meistaramótinu. Nordic Photos / Getty Images

Tiger Woods verður frá keppni næstu 4-6 vikurnar eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné.

Þetta er í þriðja skiptið sem hann fer í aðgerð á vinstra hnénu og segir hann að það komi sér til góðs.

„Ég ákvað að gera eitthvað í sársaukanum og skipulagði aðgerðina eftir Masters-mótið. Það góða er að ég hef gengið í gegnum þetta ferli áður og veit hvernig ég á að takast á við það," sagði hann á heimasíðu sinni.

„Ég hlakka til að takast á við endurhæfinguna og koma mér aftur af stað eins fljótt og mögulegt er."

Samkvæmt þessu er ljóst að hann mun ekki geta varið titil sinn á Wachovia-meistaramótinu sem fer fram í upphafi maí. Hann gæti einnig misst af Players-meistaramótinu í næsta mánuði en það er oft nefnt fimmta stórmótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×