Enski boltinn

Grétar skoraði í sigri Bolton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Grétar Rafn Steinsson.
Grétar Rafn Steinsson.

Grétar Rafn Steinsson kom Bolton á bragðið gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann ætlaði að senda fyrir markið en boltinn söng í netinu. Bolton vann leikinn 3-1.

Kevin Davies og Johan Elmander bættu við fyrir Bolton áður en varamaðurinn Ricardo Fuller minnkaði muninn í viðbótartíma.

Dean Ashton skoraði tvívegis fyrir West Ham sem vann Wigan 2-1. Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, var meðal áhorfenda á leiknum. Egypski sóknarmaðurinn Amr Zaki minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks en lengra komst Wigan ekki.

Andre Ooijer var hetja Blackburn og skoraði sigurmark liðsins í 3-2 útisigri gegn Everton. Markið kom í viðbótartíma. Frábært mark frá David Dunn kom Blackburn yfir en Mikel Arteta jafnaði metin. Yakubu kom Everton yfir 2-1 en Roque Santa Cruz jafnaði með marki af stuttu færi.

Nýliðar Hull unnu sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni þegar þeir lögðu Fulham 2-1 eftir að hafa lent undir. Seol Ki-Hyeon kom Fulham yfir en Geovanni jafnaði fyrir Hull. Sigurmarkið skoraði síðan varamaðurinn Caleb Folan á 81. mínútu leiksins.

Middlesbrough vann verðskuldaðan 2-1 sigur gegn Tottenham. David Wheater og Mido komu Boro tveimur mörkum yfir en undir blálok leiksins minnkaði Tottenham muninn með sjálfsmarki Robert Huth.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×