Fótbolti

Sigurður segist ekki hafa þurft lögreglufylgd

Sigurður Jónsson þjálfari Djurgarden í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kveðst ekki hafa þurft lögreglufylgd af æfingu í gær eins og fram kemur í sænskum fjölmiðlðum í dag.

Eins og fram kom í hádegisfréttum mættu óánægðir stuðningsmenn Djurgarden á æfingu hjá liðinu í gær og kröfðu Sigurð um svör við lélegu gengi liðsins að undanförnu. Sænskir fjölmiðlar hafa flestir hverjir fjallað um uppákomuna í dag og í Expressen segir að Sigurður hafi notið lögreglufylgdar af æfingunni. Þetta segir Sigurður ekki alls kostar rétt.

Hann segir stuðningsmennirnir sem um ræðir mæta á hverja einustu æfingu. Nokkrir þeirra hafa verið til vandræða áður og því sé lögregla venjulega viðstödd. Það hafi því ekkert óeðlilegt verið á seyði í gær eins og gefið var í skyn af sænskum fjölmiðlum.

Þrátt fyrir að hafa ekki innbyrt sigur í deildinni síðan í apríl býst Sigurður ekki við því að verða rekinn frá Djurgarden.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×