Ferguson segir United ekki í lægð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2008 11:13 Ferguson á blaðamannafundi. Nordic Photos / Getty Images Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að liðið sé ekki í lægð þessa stunda þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið leik í rúmar tvær vikur. Síðan að United vann 2-1 sigur á Arsenal þann 13. apríl síðastliðinn hefur liðið gert jafntefli við Blackburn og tapað fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið gerði jafntefli við Barcelona í Meistaradeildinni. United tekur á móti Barcelona á Old Trafford í kvöld í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum keppninnar. „Það skiptir ekki máli hvað hefur gengið á fyrir leikinn," sagði Ferguson. „Málið er að við höfum tvo leiki til að vinna deildina og erum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Við stöndum frammi fyrir stórum leik þar sem sjálfur úrslitaleikurinn er í húfi og við eigum góða möguleika á að komast þangað." United hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum undanúrslitaviðureignum liðsins í Meistaradeildinni. Þeir unnu Juventus árið 1999 en töpuðu fyrir Dortmund árið 1997, Bayer Leverkusen árið 2002 og AC Milan í fyrra. Ferguson telur hins vegar að liðið sé í betri stöðu nú. „Ég er bjartsýnn því við höfum bætt okkur mikið síðan við féllum úr leik á þessu stigi keppninnar á sínum tíma. Við erum með marga leikmenn sem þrífast vel í svona stórum leikjum og geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi." Viðureign Barcelona og United í síðustu viku lauk með markalausu jafntefli en Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu í upphafi leiksins. „Mér finnst að frammistaða okkar í fyrri leiknum hafi verið okkar versta í Evrópukeppninni á tímabilinu. Það er áhyggjuefni að okkur tókst ekki að sækja eins mikið og við vildum en ég er sannfærður um að við getum unnið rimmuna." Ferguson hefur verið gagnrýndur fyrir að hvíla marga af sínum sterkustu leikmönnum gegn Chelsea um helgina. En hann stóð fast á sínu. „Það var enginn möguleiki að tefla fram sama liðinu í báðum leikjum. Ég varð að sjá til þess að við áttum góðan möguleika á að komast í úrslitaleikinn." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að liðið sé ekki í lægð þessa stunda þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið leik í rúmar tvær vikur. Síðan að United vann 2-1 sigur á Arsenal þann 13. apríl síðastliðinn hefur liðið gert jafntefli við Blackburn og tapað fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið gerði jafntefli við Barcelona í Meistaradeildinni. United tekur á móti Barcelona á Old Trafford í kvöld í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum keppninnar. „Það skiptir ekki máli hvað hefur gengið á fyrir leikinn," sagði Ferguson. „Málið er að við höfum tvo leiki til að vinna deildina og erum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Við stöndum frammi fyrir stórum leik þar sem sjálfur úrslitaleikurinn er í húfi og við eigum góða möguleika á að komast þangað." United hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum undanúrslitaviðureignum liðsins í Meistaradeildinni. Þeir unnu Juventus árið 1999 en töpuðu fyrir Dortmund árið 1997, Bayer Leverkusen árið 2002 og AC Milan í fyrra. Ferguson telur hins vegar að liðið sé í betri stöðu nú. „Ég er bjartsýnn því við höfum bætt okkur mikið síðan við féllum úr leik á þessu stigi keppninnar á sínum tíma. Við erum með marga leikmenn sem þrífast vel í svona stórum leikjum og geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi." Viðureign Barcelona og United í síðustu viku lauk með markalausu jafntefli en Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu í upphafi leiksins. „Mér finnst að frammistaða okkar í fyrri leiknum hafi verið okkar versta í Evrópukeppninni á tímabilinu. Það er áhyggjuefni að okkur tókst ekki að sækja eins mikið og við vildum en ég er sannfærður um að við getum unnið rimmuna." Ferguson hefur verið gagnrýndur fyrir að hvíla marga af sínum sterkustu leikmönnum gegn Chelsea um helgina. En hann stóð fast á sínu. „Það var enginn möguleiki að tefla fram sama liðinu í báðum leikjum. Ég varð að sjá til þess að við áttum góðan möguleika á að komast í úrslitaleikinn."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira