Kiel og Flensburg unnu sína leiki í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.
Kiel, lið Alfreðs Gíslasonar, vann sjö marka útisigur á Melsungen, 39-32. Þá vann Flensburg stórsigur á Essen, 40-24. Alexander Petersson gat ekki leikið með Flensburg vegna meiðsla.
Þá vann Nordhorn sigur á Dormagen, 28-22.
Kiel er í efsta sæti deildairnnar með fimmtán stig og Flensburg í því þriðja með þrettán en á leik til góða.
