Menning

Prufur í dansflokk

Stúdentadansflokkurinn býður nemum upp á listræna útrás samhliða námi.
Stúdentadansflokkurinn býður nemum upp á listræna útrás samhliða námi.

Stúdentadansflokkurinn er nú að hefja sitt þriðja starfsár og munu inntökupróf í flokkinn fara fram á morgun kl. 16 í húsnæði Klassíska listdansskólans að Grensásvegi 14.

Helena Jónsdóttir var listrænn stjórnandi Stúdentadansflokksins á fyrsta starfsári hans. Undir stjórn hennar setti flokkurinn upp dansleikhúsverkið Sannar ástarsögur. Annað starfsár flokksins tók Tony Verzich við honum og nú í vetur mun danshöfundurinn Andreas Constantinou taka við starfi listræns stjórnanda. Áætlað er að æfingar verði tvisvar í viku og að lögð verði áhersla á dansleikhús. Flokkurinn hefur tekið að sér ýmis verkefni um árin og státar af öflugum hópi fólks sem hefur áhuga á listsköpun samhliða akademísku námi. Allir nemar eru velkomnir í prufurnar, enda er vonast eftir fjölbreyttum hópi dansara.- vþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×