Viðskipti innlent

Álverð í fimm ára lægð

Álstangir. Talsverð hefur dregið úr eftirspurn eftir áli. Af þeim sökum hrannast álbirgðir upp.Fréttablaðið/Vilhelm
Álstangir. Talsverð hefur dregið úr eftirspurn eftir áli. Af þeim sökum hrannast álbirgðir upp.Fréttablaðið/Vilhelm

Heimsmarkaðsverð á áli fór í 1.435 Bandaríkjadali á tonnið í gær og hafði ekki verið lægra síðan í október árið 2003. Þetta er rúmlega fimmtíu prósenta verðlækkun á hálfu ári.

Verðlækkun á áli er ekkert einsdæmi en hrávöruverð, svo sem á gulli og kopar, hefur lækkað talsvert upp á síðkastið.

Norski vefmiðillinn E24 bendir á að ástæðan fyrir verðfallinu sé einkum erfiðleikar hjá bílaframleiðendum, samdráttur í bíla- og flugvélaframleiðslu og uppsöfnun álbirgða samhliða minni eftirspurnar. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×