Gunnar Heiðar Þorvaldsson var hetja Esbjerg í dag þegar liðið vann sinn fyrsta sigur dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gunnar skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á AGF.
Stigin þrjú nægðu til að koma Esbjerg af botni deildarinnar, en liðið situr eftir sem áður í fallsæti með aðeins 6 stig eftir 9 leiki.