Fótbolti

Torres súr yfir að fá ekki að spila á gamla heimavellinum

NordicPhotos/GettyImages

Fernando Torres, sóknarmaður Liverpool, segist mjög vonsvikinn að fá ekki tækifæri til að spila á gamla heimavelli sínum Vicente Calderon þegar enska liðið sækir Atletico heim í Meistaradeildinni í næstu viku.

Atletico var í dag sett í þriggja leikja heimaleikjabann, þar af einn skilorðsbundinn, vegna óláta stuðningsmanna liðsins gegn Marseille fyrir skömmu.

Þetta þýðir að Atletico mun þurfa að spila heimaleiki sína í 300 km fjarlægð frá Madrid og því mun Torres ekki fá að spila á gamla heimavelli sínum með Liverpool.

"Þetta eru skelfilegar og óvæntar fréttir. Ég var búinn að hlakka mikið til að spila þennan leik. Ég veit ekki hvort þetta bann er endanlegt, en ég vona að finnist lausn á þessu. Það er til skammar að svona lagað geti komið fyrir, en við verðum víst að sætta okkur við það," sagði Torres í samtali við Marca.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×