Texti við nýtt Baggalútslag þykir senda undarleg skilaboð Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 24. júlí 2008 21:54 Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur. Nýtt lag Baggalúts, Þjóðhátíð '93, hefur vakið sterk viðbrögð fyrir nokkuð opinskáan texta um fyllirí og kynlífsfarir. Segir meðal annars í textanum: „Kengdrukknar kellingar kaffæra Herjólfsdal - þrjá daga á ári. Slíkt ber að nýta sér. Því skaltu flýta þér og reyna að góma eitt grey meðan þær geta ekki synt á brott úr Heimaey." „Þetta er fullmikið af hinu góða," segir Hjálmar Sigmarsson, ráðskona Karlahóps Femínistafélags Íslands. Hjálmar segir textann endurspegla hluta af vandamálinu sem bent hafi verið á. „Endalaust er verið að senda þau skilaboð og tala um nauðganir sem hluta af verslunarmannahelginni sem þær eiga auðvitað ekki að vera. Á meðan við erum að senda frá okkur svona skilaboð þá halda nauðganir áfram að vera hluti af okkar hversdagsleika." Ætti ekki að gera grín að nauðgunum Hjálmar segir textann boða lítið annað en kvenfyrirlitningu og beinlínis lögbrot enda sé það bannað með lögum að nýta sér annarlegt ástand. „Þetta eru undarleg skilaboð í alla staði og stangast á við kynfrelsi beggja kynja. Ég sé ekki hæðnina né grínið. Er verið að gera grín að nauðgaranum? Hvað er þá svona fyndið við nauðgara eða nauðgun?," spyr Hjálmar. Að mati Hjálmars er skrýtið að gera slíkt lag undir skjóli hæðni eða gríns. Hann segir hæðni trompkort sem sé notað of mikið og af því að þetta er grín þá á þetta að vera í lagi. Hjálmar vill hins vegar ögra þeirri hugmynd enda nái þemað grín ekki utan um nauðganir. Ekki beint ætlunin að móðga neinn „Þetta er nú ekki alveg það gróft," sagði Bragi Valdimar Skúlason, höfundur textans, þegar Vísir hafði samband við hann. „Ég hef mér ekkert til málsbóta annað en að það sé margt verra í heiminum en það sem er lýst í textanum." Hann tekur hins vegar skýrt fram að hvergi sé minnst á nauðganir í textanum og að Baggalútur myndi aldrei tala fyrir þeim. „Það var svo sem ekki ætlunin að mógða neinn, ekki beint. En það er ágætt að vita að það er ennþá hægt að stuða einhvern með ekki grófari munnsöfnuð en þetta."Hægt er að skoða textann við Þjóðhátíð '93 og hlusta á lagið með því að smella hér. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Nýtt lag Baggalúts, Þjóðhátíð '93, hefur vakið sterk viðbrögð fyrir nokkuð opinskáan texta um fyllirí og kynlífsfarir. Segir meðal annars í textanum: „Kengdrukknar kellingar kaffæra Herjólfsdal - þrjá daga á ári. Slíkt ber að nýta sér. Því skaltu flýta þér og reyna að góma eitt grey meðan þær geta ekki synt á brott úr Heimaey." „Þetta er fullmikið af hinu góða," segir Hjálmar Sigmarsson, ráðskona Karlahóps Femínistafélags Íslands. Hjálmar segir textann endurspegla hluta af vandamálinu sem bent hafi verið á. „Endalaust er verið að senda þau skilaboð og tala um nauðganir sem hluta af verslunarmannahelginni sem þær eiga auðvitað ekki að vera. Á meðan við erum að senda frá okkur svona skilaboð þá halda nauðganir áfram að vera hluti af okkar hversdagsleika." Ætti ekki að gera grín að nauðgunum Hjálmar segir textann boða lítið annað en kvenfyrirlitningu og beinlínis lögbrot enda sé það bannað með lögum að nýta sér annarlegt ástand. „Þetta eru undarleg skilaboð í alla staði og stangast á við kynfrelsi beggja kynja. Ég sé ekki hæðnina né grínið. Er verið að gera grín að nauðgaranum? Hvað er þá svona fyndið við nauðgara eða nauðgun?," spyr Hjálmar. Að mati Hjálmars er skrýtið að gera slíkt lag undir skjóli hæðni eða gríns. Hann segir hæðni trompkort sem sé notað of mikið og af því að þetta er grín þá á þetta að vera í lagi. Hjálmar vill hins vegar ögra þeirri hugmynd enda nái þemað grín ekki utan um nauðganir. Ekki beint ætlunin að móðga neinn „Þetta er nú ekki alveg það gróft," sagði Bragi Valdimar Skúlason, höfundur textans, þegar Vísir hafði samband við hann. „Ég hef mér ekkert til málsbóta annað en að það sé margt verra í heiminum en það sem er lýst í textanum." Hann tekur hins vegar skýrt fram að hvergi sé minnst á nauðganir í textanum og að Baggalútur myndi aldrei tala fyrir þeim. „Það var svo sem ekki ætlunin að mógða neinn, ekki beint. En það er ágætt að vita að það er ennþá hægt að stuða einhvern með ekki grófari munnsöfnuð en þetta."Hægt er að skoða textann við Þjóðhátíð '93 og hlusta á lagið með því að smella hér.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira