Viðskipti innlent

Yfir 340 milljarðar kr. inn á Kaupþing Edge

Samkvæmt vefsíðunni e24.no er fjöldi sparifjáreigenda hjá Kaupþing Edge í Evrópu nú um 160.000 talsins. Heildarinnlán þeirra nemi 23 milljörðum nkr, eða sem svarar til rúmlega 340 milljarða kr.

Þessar upplýsingar koma fram í grein á vefsíðunni undir fyrirsögninni "Ísland á kúpunni". Þar segir að þar sem skuldatryggingarálag Kaupþings sé orðið svo hátt getur bankinn ekki sótt sér lánsfé á almenna markaðinum. "Því hefur bankinn þurft að grípa til óhefðbundina aðferða til að afla sér fjár," segir í greininni.

Fram kemur að á Edge reikningunum er boðið upp á 5,35% vexti á fyrstu 100.000 nkr. Nefnt er að þetta séu hæstu vextir sem til eru í Svíþjóð.

Kaupþing Edge er netreikningur og er í boði á öllum Norðurlöndunum utan Danmerkur auk þess er hann í fimm öðrum Evrópulöndum. Í Danmörku býður FIH bankinn svipaðan reikning FIH er í eigu Kaupþings.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×