Innlent

Þarf að hreinsa veggjakrot í hálft ár

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Rósa

Veggjakrotari, sem gripinn var við iðju sína við fjölbýlishús á höfuðborgarsvæðinu í gær, mun mála yfir allt veggjakrot sem kemur á umrædda fasteign næsta hálfa árið samkvæmt samkomulagi.

Í frétt lögreglunnar segir að um unglingspilt hafi verið að ræða og var það einn íbúanna sem klófesti hann og kallaði til lögreglu. Pilturinn játaði á sig krotið og féllst hann á að mála yfir það. Hann mun enn fremur mála yfir allt annað veggjakrot sem kann að koma á þessa fasteign næsta hálfa árið. Standi veggjakrotarinn við sinn hlut munu íbúarnir ekki leggja fram kæru í málinu.

„Það skal tekið fram að forráðamaður piltsins lagði sitt af mörkum til að þessi niðurstaða fengist. Aðilar voru almennt sáttir með þetta samkomulag og er vonandi að ungi veggjakrotarinn læri sína lexíu," segir enn fremur í frétt lögreglunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×